Skip to main content

Icelandic: Myelodysplastic syndrome (MDS)

UPPLÝSINGAR TIL SJÚKLINGA

Upplýsingar um sjúkdóminn 

Þú ert með sjúkdóm sem nefnist mergmisþroskun eða öðru nafni mergrangvaxtar heilkenni en skammstöfunin MDS (myelodysplastic syndrome) er gjarna notuð yfir sjúkdóminn.

"Myelo" þýðir beinmergur. Beinmergurinn er til staðar í öllum stóru beinum líkamans og þar eru framleiddar allar þrjár tegundir blóðkorna. Rauðu blóðkornin flytja súrefni um líkamann og mælast með hemóglóbingildinu "Hb" (blóðgildi). Hvítu blóðkornin taka þátt í vörnum líkamans gegn sýkingum. Blóðflögurnar gegna hlutverki við að stöðva blæðingar og mynda storku.

"Dysplastic" þýðir að frumurnar í mergnum ná ekki að þroskast eðlilega. Bein-mergurinn nær ekki að skila út í blóðið nægilegum fjölda blóðkorna og það verður fækkun á einni eða fleiri tegundum blóðkorna.

"Syndrome" er annað heiti yfir sjúkdómaflokka.

Upplýsingar um meðferð 

Meðferð mergmisþroskunar (MDS) 
MDS er sjúkdómur sem getur valdið ýmsum einkennum og getur verið mismunandi alvarlegur. Þess vegna eru ýmsar tegundir af meðferð notaðar við MDS. Mögulegt er að lækna MDS ef einstaklingur er á þeim aldri að unnt sé að framkvæma mergskipti. Fyrir aðra sjúklinga er sjúkdómurinn langvinnur og ekki læknanlegur. Hins vegar eru ýmsar leiðir til að bæta blóðgildin og þína líðan.

Hér á eftir fylgir mjög stutt lýsing á meðferðarmöguleikum við MDS. Læknir þinn mun gefa þér nákvæmar upplýsingar um þá meðferðarkosti sem munu henta þér best.

Eftirlit 

MDS-sjúkdómur þinn getur verið það vægur að þú þarft ekki á blóðhlutagjöfum eða annarri meðferð að halda. Þú þarft þó að fara í reglubundið eftirlit og blóðrannsókn með ákveðnu millibili. Eftirlitið þjónar þeim tilgangi að greina snemma ef breyting verður á sjúkdómnum. Það er líka mikilvægt að þú látir vita ef líðan þín versnar.

  • Blóðhlutagjafir
  • Vaxtarhvatar
  • Frumueyðandi lyf
  • Stofnfrumuígræðsla (mergígræðsla)
  • Ónæmisbælandi meðferð

Upplýsingar til sjúklinga með mergmisþroskun (myelodysplastic syndrome, MDS) PDF-form**

Attachments